Hamilton nefbroddinum á undan

Lewis Hamilton á æfingunni í Búdapest í morgun.
Lewis Hamilton á æfingunni í Búdapest í morgun. AFP

Lewis Hamilton og Valtteri Bottas hjá Mercedes voru í nokkrum sérflokki á fyrstu æfingu keppnishelgar ungverska kappakstursins.

Hamilton var nefbroddinum framar Bottas sem var 86 þúsundustu úr sekúndu lengur með hringinn.

Í þriðja og fjórðasæti urðu Segei Perez og Lance Stroll á Racing Point og fimmta besta hringinn átti Daniel Ricciardo á Renault en hann var 1,2 sekúndum lengur með hringinn en Hamilton.

Í sætum 6 til 10 á lista yfir hröðustu hringi urðu - í þessari röð -  Sebastian Vettel og Charles  Leclerc á Ferrari, Max Verstappen á Red Bull, Lando Norris á McLaren, Esteban Ocon á Renaut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert