Vettel skautaði minnst

Vatnsstrókur stendur aftur úr Ferraribíl Sebastian Vettel á seinni æfingu …
Vatnsstrókur stendur aftur úr Ferraribíl Sebastian Vettel á seinni æfingu dagsins í Búdapest. AFP

Sebastian Vettel á Ferrari ók hraðast á rennblautri Hungaroringbrautinni, á annarri æfingu dagsins í Búdapest.

Vætan hélst æfinguna út í gegn og skautuðu bílarnir til og frá, eina minnst þá bíll Vettels.

Valtteri Bottas á Mercedes ók næsthraðast en var 0,3 sekúndur lengur með hringinn en Vettel. Þriðja besta tímann setti Carlos Sainz á McLaren, 1,3 sekúndum lakari.

Sjö ökumenn létu ógert að æfa sig á brautinnii blautri þrátt fyrir að líkur þyki á rigningu í tímatökunnni á morgun.

Þeir 10 sem settu tíma á eftir þremur fyrstu kláruðu æfinguna í þessari röð: Lance Stroll og Sregio Perez á Racing Point, Pierre Gasly á Alpha Tauri, Max Verstappen á Red  Bull, Romain  Grosjean á Haas, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Charles Leclerc á Ferrari, Antonio Giovinazzi á Alfa Roomeo, Lando Norris á McLare og Daniil Kvyat á Alpha Tauri, sem var með tæplega sjö sekúndu lakari tíma fyrir hringinn en Vettel.

mbl.is