Bottas hraðastur á lokaæfingunni

Erfitt er að fanga formúlubílana á myd, slíkur er hraði …
Erfitt er að fanga formúlubílana á myd, slíkur er hraði þeirra. Hér er Esteban Ocon á ferð á Renault á æfingunni í Búdapest. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes náði rétt í  þessu besta brautartímanum á lokaæfingunni  fyrir tímatökuna í Hungaroring við Búdapest

Annar varð liðsfélagi hans Lewis Hamilton á aðeins 42 þúsundustu úr sekúndu á eftir. Þriðja besta hringinn átti svo Sergio Perez á Racing Point en hann var einnig skammt undan, eða rúmlega tíunda úr sekúndu.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Charles Leclerc á Ferrari, Lance Stroll á Racing Point, Max Verstappen á Red Bull, Lando Norris á McLaren, Sebastian Vettel á Ferrari, Pierre Gasly á Alpha Tauri og Daniel Ricciardo á Renault, sem var sekúndu á eftir Bottas.

mbl.is