Aðgerðarleysið skammarlegt

Lewis Hamilton kraup á hné við opnunarhátíðina fyrir kappaksturinn á …
Lewis Hamilton kraup á hné við opnunarhátíðina fyrir kappaksturinn á sunnudaginn. AFP

Ökuþórinn Lewis Hamilton, sem vann öruggan sigur í ungverska kappakstrinum í formúlu-1 á sunnudaginn, segir skammarlegt hversu lítið íþróttin hefur gert til að styðja við þá sem berjast gegn kynþáttafordómum og órétti.

Hamilton sýndi Black Lives Matter-hreyfingunni stuðning um helgina þegar hann kraup á hné fyrir kappaksturinn en mikil  mót­mæli hafa ríkt undanfarnar vikur gegn kynþáttam­is­rétti og lög­reglu­of­beldi í Banda­ríkj­un­um í kjöl­far and­láts Georg Floyds sem lést í haldi lög­regl­unn­ar er lög­regluþjónn kraup á hálsi hans í lengri tíma.

Ekkert útbreitt átak á vegum formúlunnar átti sér stað og hefur Hamilton, í tilfinningaríkri færslu á Instagram-síðu sinni, gagnrýnt aðgerðarleysið. „Það er skammarlegt hve mörg lið hafa ekki tjáð sig um misréttið og að ekki hafi fundist tími til að skipuleggja aðgerðir til að sýna baráttunni gegn rasisma samstöðu,“ skrifaði Hamilton meðal annars í færslu sinni.

View this post on Instagram

Today I raced for everyone out there who is pushing to make positive change and fight inequality, however, sadly, as a sport we need to do so much more. It is embarrassing that many teams have not made any public commitment to diversity or that we couldn’t properly find time to make a symbolic gesture in support of ending racism before the race. Today felt rushed and massively lacked organisation and effort, which in turn dilutes the message and makes it seem like there was something more important. It doesn’t matter if you stand or kneel, but we should be showing the world that F1 is united in its commitment to equality and inclusivity. F1 and the FIA need to do more. There is no quick fix for racial inequality, but it is certainly something that we can’t just acknowledge once and then move on. We have to stay focussed, keep highlighting the problem and hold those with the power accountable. #BlackLivesMatter #EndRacism

A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) on Jul 19, 2020 at 12:41pm PDT

mbl.is