Aflýsa mótum en bæta nýjum við

Portimao brautin í Algarve í Portúgal.
Portimao brautin í Algarve í Portúgal.

Þremur mótum í formúlu-1 í Evrópu hefur verið bætt á motaskrá íþróttarinnar í ár, eða Portimao í Portúgal, Nürburgring í Þýskalandi og Imola á Ítalíu.

Aftur á móti hefur keppni verið aflýst í formúlu-1 í ár eða í Bandaríkjunum, Mexíkó, Brasilíu og Kanada vegna kórónuveirunnar.  

Mótið í Portimao fer fram 25. október og verður hið fyrsta sem fer fram í þeirii braut. Keppt verður í Nürburgring 11. október og í Imola 1. nóvember. 

Kappaksturinn í Austin í Texas var á dagskrá 23. október og viku seinna var Mexíkó á dagskrá - og Sao  Paulo í Brasilíu síðan 13. nóvember.

Keppni í Montreal í Kanada var upphaflega á dagskrá í júní og vegna takmarkana á ferðalögum hefur verið fallið frá öllum áformum að  reyna finna mótinun stað síðar á keppnistíðinni.

Þá hefur Sotsji í Rússlandi bætst aftur við með keppni 27. september. Framan af fara flest mótanna fram á bak við loktar dyr. Þau einu sem lofað hafa áhorfendum  eru Sotsjí og Portimao.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert