Perez sýktur og missir keppni

Sergio Perez missir af breska kappakstrinum í Silverstone þar sem …
Sergio Perez missir af breska kappakstrinum í Silverstone þar sem hann er sýktur af kórónuveirunni. AFP

Sergio Perez hjá Racing Point verður að sitja af sér breska kappaksturinn í Silverstone um helgina þar sem hann er sýktur af kórónuveirunni.

Perez sagði það hafa komið sér alveg í opna skjöldu að hafa smitast því hann hefði í einu og öllu virt leiðbeiningar íþróttarinnar um smitvarnir.

Mexíkóski ökumaðurinn skrapp með einkaþotu heim til Mexíkó eftir ungverska kappaksturinn til að heilsa upp á móður sína sem verið hefur á sjúkrahúsi. Sneri hann aftur í vikulokin og við skimun reyndist hann sýktur af  kórónuveirunni. Hann hefur þó ekki sýnt nein einkenni veikinda.

Miklar líkur þykja á að Nico Hülkenberg verði fenginn til að hlaupa í skarðið fyrir hann.

Sergio Perez á ferð í ungverska kappakstrinum fyrir hálfum mánuði.
Sergio Perez á ferð í ungverska kappakstrinum fyrir hálfum mánuði. AFP
mbl.is