Skrölti í mark á þremur

Lewis Hamilton komst í mark á lokahringnum á sprungnu dekki …
Lewis Hamilton komst í mark á lokahringnum á sprungnu dekki og lánaðist sigur óvenjulegur sigur. AFP

Gjörsamlega tilþrifasnauður kappakstur í Silverstone breyttist aldeilis á tveimur til þremur síðustu hringjunum og varð í meira lagi súrrealískur. Engir klóra sér harðar í kollinum en stjórnendur Red Bull sem köstuðu frá sér sigri með því að eltast við aukastig.

Lewis Hamilton hjá Mercedes hafði sem fyrr örugga forystu út í gegn en liðsfélagi hans Valtteri Bottas gaf það frá sér í fyrstu beygju að ætla keppa grimmt við liðsfélaga sinn. Eftir það hélst röð fremstu 10 manna mikið til óbreytt þótt allt færi í loft upp á lokhringjnum.

Max Verstappen á Red Bull var einangraður í þriðja sæti og Charles Leclerc á Ferrari í fjórða sæti, höfðu enga keppni af þeim sem á eftir komu og gátu enga keppni veitt Mercedesmönnum.

Undir lokin guldu margir ökumenn þess að hafa gengið og hart á dekkin sem slitnuðu hratt og sprungu hjá nokkrum. Fyrst hjá Bottas þegar þrír hringir voru eftir og síðan í byrjun síðasta hrings hjá Hamilton. Bottas komst að bílskúr sínum og fékk ný dekk en endaði utan stiga. Hamilton var heppnari, barðar hans tættust ekki af bílnum svo hann gat klárað. Minnir fjörið á lokahringjunum á söng Ómars Ragnarssonar forðum: „Þrjú  hjól undir bílnum, en áfram skröltir hann þó.“

Fórnuðu meiri hagsmunum fyrir minni

Í herbúðum Red Bull áváðu menn að reyna vinna aukstig með því að setja ný dekk undir hjá Verstappen er tveir hringir voru eftir. Á því augnabliki var Bottas höltrandi í mark með sprungið dekk og Hamilton með álíka slitið vinstra framdekk. Þeir hefðu betur sleppt stigasöfnuninni og veðja heldur á að barðar Hamiltons færu sömu leið og dekk Bottas. Þá hefði Verstappen staðið á efsta þrepi verðlaunapallsins í Silverstone, svo einfalt er það.

Öryggisbíll var tvisvar  kallaður út í brautina. Í fyrra skiptið viði lok fyrsta hrings vegna samstuðs Kevins Magnussen hjá Haas og Alexanders Albon hjá Red Bull sem endaði með því að danski ökumaðurinn skall harkalega á öryggisvegg en meiddst þó ekki.

Í seinna skiptið fór svo bíllinn út í brautina er Alpha Tauri bíll Daniil Kvyat hans hafnaði á 300 km/klst hraða á  öryggisvegg í Maggottsbeygjunni. Snarsnerist bíllinn fyrirvaralaust á beygjubrík og flaug stjórnlaus á vegginn. Grunur lét á að bilun hafi orðið í fjöðrunarkerfinu eða eða dekk sprungið.

Röð fyrstu tíu keppenda í mark var annars sem hér segir:

01. Lewis Hamilton á Mercedes
02. Max Verstappen á Red Bull
03. Charles Leclerc á Ferrari
04. Daniel Ricciardo á Renault
05. Lando Norris á McLaren
06. Esteban Ocon á Renault
07. Pierre Gasly á Alpha Tauri
08. Alexander  Albon á Red Bull
09. Lance Stroll á Racing Point
10. Sebastian Vettel á Ferrari

mbl.is

Bloggað um fréttina