Verstappen heitur í Spa

Þrátt fyrir að eiga næstbesta tímann kláraði Daniel Ricciardo seinni …
Þrátt fyrir að eiga næstbesta tímann kláraði Daniel Ricciardo seinni æfinguna í Spa á vörubílspalli vegna bilunar í vökvakerfi Renault-bílsins. AFP

Ökumenn Mercedes óku sem oft fyrr hraðast á fyrri föstudagsæfingunni í Spa Francorchams en dæmið snerist við á seinni æfingunni. Á henni setti Max Verstappen á Red Bull topptíma dagsins en Daniel Ricciardo á Renault var aðeins 48 þúsundustu lengur með hringinn í öðru sæti.

Kom á óvart að svo virtist sem Mercedesbílarnir kynnu ekki ýkja vel við sig er ferðin jókst en þeir hafa haft yfirburði ík þeim efnum hingað til á vertíðinni. Ef marka má niðurstöðu æfingarinnar er eins og geta bílana hafi jafnast í það heila í ár.

Valtteri Bottas setti besta hring fyrri æfingarinnar en á þeirri seinni átti liðsfélagi hans Lewis Hamilton þriðja besta tímann og var hann0,1 sekúndu lengur í förum en Verstappen.

Í sætum fjögur til tíu á seinni æfingunni urðu - í þessari röð - Alex Albon á Red Bull, Sergio Perez á Racing Point, Valtteri Bottas á Mercedes, Lando Norris á McLaren, Esteban Ocon á Renault, Carlos Sainz á McLaren og Pierre Gasly á AlphaTauri. Inna við hálf sekúnda skildi átta fyrstu bílana að.

Séu tímar seinni æfingarinnar bornir saman við tíma sömu æfingar í Spa fyrir ári er niðurstaðan sú að Mercedes bílarnir voru nú 1,129 sekúndu fljótari. Ferrari var aftur á móti 1,317 sekúndum hægari og er það eina liðið sem sýnir aftur för frá í fyrra.

Allir í framför nema Ferrari

Framfarir Red Bull er 1,650 sekúndur, McLaren 1,831 sekúndur, Renault 1,943 sekúndur  Alpha Tauri 1,614 sekúndur, Racing Point 0,980 sekúndur, Alfa Romeo 0,847 sekúndur, Haas 0,286 sekúndur og mestar eru framfarir Williams eða 2,424 sekúndur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert