Hamilton með væna forystu

Ferrari er talsvert á eftir toppliðunum en það keppir á …
Ferrari er talsvert á eftir toppliðunum en það keppir á heimavelli á Ítalíu í dag. AFP

Fyrir kappakstur helgarinnar í Monza á Ítalíu hefur Lewis Hamilton hjáMercedes væna forystu í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu-1.

Þegar sjö mótum af 13 er lokið hefur Hamilton hlotið 157 stig, Max Verstappen hjá Red Bull 110 og Vallteri Bottas hjá Mercedes 107.

Annars hefur ökumönnum aflast stig sem hér segir: Alex Albon á Red Bull 48, Charles Leclerc á Ferrari 45, Lando Norris á McLaren 45, Lance Stroll á Racing Point 42, Daniel Ricciardo á Renault 33, Sergio Perez á Racing Point 33, Esteba Ocon á Renault 26, Carlos Sainz á McLaren 23, Pierre Gasly á Alpha Tauri 18, Sebastian Vettel á Ferrari 16, Nico Hülkenberg á Racing Point 6, Antonio Giovinazzi 2, Daniil Kvyat á Alpha Tauri 2 og Kevin Magnussen á Haas er með eitt stig í 17 sæti.

Fjórir ökumenn eru enn ánstiga, eða Nicolas Latifi á Williams, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, George Russel á  Williams og Romain Grosjean á Haas.

Í keppni liðanna hefur Mercedes 264, Red Bull, Racing Point 158, McLaren 68, Ferrari 61, Renault 59, Alpha Tauri 20, Alfa Romeo2, Haas 1 og Williams ekki neitt stig.

Lewis Hamilton á æfingu í Monza í gær.
Lewis Hamilton á æfingu í Monza í gær. AFP
Lewis Hamilton á ferð í Monza í gær og í …
Lewis Hamilton á ferð í Monza í gær og í humátt er Max Verstappen á Red Bull. AFP
mbl.is