Vettel semur við Aston Martin

Sebastian Vettel í Monza fyrir tæpri viku.
Sebastian Vettel í Monza fyrir tæpri viku. AFP

Sebastian Vettel hefur samið um að keppa fyrir Aston Martin liðið á næsta ári og yfirgefur hann því Ferrari við vertíðarlok.

Sem stendur gengur nýja lið Vettels undir heitiu Racing Point en verður kennt við breska úrvalsbílasmiðinn Aston Martin á næsta ári. Brúkar það vélar frá Mercedes-Benz sem reynst hafa miklum mun betri en Ferrarivélarnar í ár.

Sergio Perez tilkynnti í tengslum við ráðningu Vettels að hann sjálfur yrði ekki lengur ökumaður Racing Point nema út yfirstandandi keppnistímabil. Stefnir þar með allt í að Lance Stroll verði liðsfélagi Vettels en hann er samningsbundinn liðinu um ótilgreind komandi ár.

Sergio Perez er á lokavertíð sinni með Racing Point.
Sergio Perez er á lokavertíð sinni með Racing Point. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert