Bottas hrifsaði ráspólinn

Valtteri Bottas (t.v.) tekur við hamingjuóskum frá Lewis Hamilton eftir …
Valtteri Bottas (t.v.) tekur við hamingjuóskum frá Lewis Hamilton eftir tímatökuna í Imola. AFP

Finnski ökumaðurinn Valtteri Bottas hjá Mercedes var í þessu að vinna ráspól Emilia Romagna kappakstursins sem fram fer í Imolabrautinni á Ítalíu á morgun.

Hrifsaði Bottas pólinn á síðustu sekúndunum af liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. Munsði rétt innanvið sekúndu á tímahring þeirra.

Út í gegn snerist tímatakan um þá Bottas og Hamilton. Engir aðrir ökumenn komu þeim nálægt. Í lokalotunni var spennan við það hvort tæknimönnum Red Bull tækist að lagfæra bilun í bíl Max Verstappen sem hefja hefði þurft keppni úr tíunda sæti hefði það mistekist.

Lét tæknisveitin hendur standa fram úr ermum og með þeim árangri að Verstappen komst einn tímahring í blálokin og ók til þriðja sætis.

Þar fyrir aftan í fjórða til  sjötta sæti urðu Pierre Gasly á Alpha Tauri, Daniel Ricciardo á Renault og Alexander Albon á Red Bull.

Fyrri tug rásmarksins fylltu svo Charles Leclerc á Ferrari, Daniil Kvyat á Alpha Tauri, Lando Norris  og Carlos Sainz á McLaren.

Valtteri Bottas á leið tl ráspólsins í Imola í tímatökunni …
Valtteri Bottas á leið tl ráspólsins í Imola í tímatökunni í dag. AFP
Pierre Gasly á AlphaTauri og Lewis Hamilton glíma í tímatökunni …
Pierre Gasly á AlphaTauri og Lewis Hamilton glíma í tímatökunni í Imolabrautinni í dag. AFP
Kevin Magnussen á Haas komst ekki langt í tímatökunni í …
Kevin Magnussen á Haas komst ekki langt í tímatökunni í Imola. AFP
Tæknimenn Ferrari við stjórnborð sitt í Imola. Þeir þurftu aðeins …
Tæknimenn Ferrari við stjórnborð sitt í Imola. Þeir þurftu aðeins að sinna einum bíl í lokalotunni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert