Gasly um kyrrt hjá Alpha Tauri

Pierre Gasly á ferð í Imola í gær.
Pierre Gasly á ferð í Imola í gær. AFP

Pierre Gasly hjá AlphaTauri kveðst undrandi að hafa ekki komið til greina til stöðuhækkunar upp í bíl Red Bull en hann hefur nú framlengt samning við dótturliðið og mun keppa fyrir Alpha Tauri 2021.

Gasly fór með sigur af hólmi í ítalska kappakstrinum en kveðst ekki hafa orðið fyrir vonbrigðum er honum var tjáð að sæti hjá í Red Bull móðurliðinu væri ekki í boði. Eftir sigurinn í Monza kvaðst hann tilbúinn  til stöðuhækkunar en ráðamenn Red Bull vildu annað.

Var Gasly aðeins annar ökumaðurinn í sögu Alpha Tauri - áður Toror Rosso og Minardi - til að færa liðinu sigur. Fyrstur til þess varð Sebastian nokkur Vettel árið 2008, einnig í Monza. Var Vettel strax hækkaður í tign og fluttur yfir á Red Bull bíl árið eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert