Stroll vann sinn fyrsta ráspól

Ökumenn Racing Point á ferð í tímatökunni í Istanbúl. Sergio …
Ökumenn Racing Point á ferð í tímatökunni í Istanbúl. Sergio Perez fer hér á undan Lance Stroll. AFP

Lance Stroll hjá Racing Point vann í dag ráspól tyrkneska kappakstursis sem fram fer í Istanbúl á morgun.  Annar varð Max Verstappen á Red Bull.

Ráspóllin er sá fyrsti sem Stroll vinnur og sá fyrsti kanadísks ökumanns frá því Jacques Villeneuve vann ráspól á Williamsbíl 1997, en hann hampaði heimsmeistaratitli ökumanna það ár.

Í þriðja sæti í Istanbúl varð Sergio Perez liðsfélagi Stroll, fjórði  Alex Albon á Red Bull, fimmti Daniel Ricciardo á Renault og heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes sjötti.

Í sætum sjö til tíu á rásmarkinu á morgun verða Esteban Ocon á Renault, Kimi Räikkönen á Alfa Romeo, Valtteri Bottas á Mercedes og Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo.

Ökumenn Ferrari urðu í aðeins 12. (Vettel) og 14. sæti (Leclerc).

Lance Stroll fagnar ráspolnum í Istanbúl.
Lance Stroll fagnar ráspolnum í Istanbúl. AFP
Lance Stroll fagnar niðurstöðunni í Istanbúl.
Lance Stroll fagnar niðurstöðunni í Istanbúl. AFP
Lance Stroll á ferð í tímatökunni í Istanbúl.
Lance Stroll á ferð í tímatökunni í Istanbúl. AFP
mbl.is