Hamilton ók eins og sönnum heimsmeistara sæmir

Lewis Hamilton vatnaði músum er hann kom í mark í …
Lewis Hamilton vatnaði músum er hann kom í mark í Istanbúl. AFP

Lance Stroll skorti herfræðikænsku til að halda toppsæti í tyrkneska kappakstrinum af ráspól. Um miðbik keppninnar missti hann allt úr höndum sér er keppinautarnir höfðu étið upp forskot hans og varð níundi í mark.

Lewis Hamilton sneri á sama tíma afar erfiðri stöðu sér í hag, komst í fyrsta sæti þegar þriðjungur hringjanna 58 var ófarinn og sigldi í mark með miklum yfirburðum. Vann hann þar heimsmeistaratitil ökumanna íi sjöunda sinn og sinn 94. kappakstur í formúlu-1.

Með árangrinum jafnaði hann titlafjölda Michaels Schumacher.

Návígin voru líklega fleiri í þessu móti en öðrum og hjálpar þar til að bleyta var á brautunum sem aldrei þornuðu nógu mikið til þurrdekk yrðu sett undir bílana.

Ferrari gladdist sennilega meira en önnur lið þar sem Sebastian Vettel sýndi hve mikilli reynslu hann býr yfir með því að aka til þriðja sætis. Liðsfélagi hans Charles Leclerc varð fjórði.

Hraðasta hring kappakstursins átti Lando Norris hjá McLaren.

Lewis Hamilton vatnaði músum er hann kom í mark í …
Lewis Hamilton vatnaði músum er hann kom í mark í Istanbúl. AFP
Valtteri Bottas (t.v.) liðsfélagi Hamilton var fyrstur til að óska …
Valtteri Bottas (t.v.) liðsfélagi Hamilton var fyrstur til að óska honum til hamingju með titilinn og sigurinn í Istanbúl. AFP
Lewis Hamilton ekur yfir endamarkið í Istanbúl.
Lewis Hamilton ekur yfir endamarkið í Istanbúl. AFP
Lewis Hamilton (t.v.) fagnar með öðrum margföldum meistara í Istanbúl, …
Lewis Hamilton (t.v.) fagnar með öðrum margföldum meistara í Istanbúl, Sebastian Vettel hjá Ferrari. AFP
Pallmennirnir í Istanbúl, f.v. Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Sergio …
Pallmennirnir í Istanbúl, f.v. Sebastian Vettel, Lewis Hamilton og Sergio Perez. AFP
Lewis Hamilton (t.v.) fagnar með stjóra sínum hjá Mercedes, Toto …
Lewis Hamilton (t.v.) fagnar með stjóra sínum hjá Mercedes, Toto Wolff. AFP
mbl.is