Hamilton með Covid-19

Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. AFP

Heimsmeistarinn og ökuþórinn Lewis Hamilton er með kórónuveiruna og mun því ekki geta tekið þátt í Grand Prix-keppninni í Barein um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Formúlu 1 kappakstrinum.

Segir í tilkynningunni að Hamilton sé í einangrun og að yfirstjórn keppninnar muni tryggja að áhrifa veikindanna muni ekki gæta á keppni helgarinnar.

mbl.is