Russell í stað Hamiltons

George Russell hefur keppt fyrir Williams.
George Russell hefur keppt fyrir Williams. AFP

George Russell hjá Williams mun hlaupa í skarðið fyrir Lewis Hamilton í kappakstrinum í Abu Dhabi í næstu viku.

Hamilton er smitaður af kórónuveirunni og getur því ekki keppni, en á þessu stigi liggur ekki fyrir hvort hann keppi í lokamóti ársins.

Þessar ráðstafanir gætu þýtt að þriðji ökumaður Williams, Jack Aitken keppi í formúlunni í fyrsta sinn verði honum fengið að aka Williamsbílnum í Abu Dhabi.

mbl.is