Schumacher keppir fyrir Haas 2021

Feðgar - Michael Schumacher (t.h.) fagnar sigri í Monza 2006. …
Feðgar - Michael Schumacher (t.h.) fagnar sigri í Monza 2006. Á þessari samsettu mynd er sonur hans Mick sem hefur keppni í formúlu-1 á næsta ári. AFP

Mick Schumacher, sonur Michaels, heimsmeistarans sjöfalda, fetar í fótspor föðurs síns er hann þreytir frumraun sína í formúlu-1 á næsta ári, 2021. Hefur hann verið ráðinn til að keppa fyrir Haas-liðið.

Mick Schumacher er 21 árs og verður rússneskur jafnaldri liðsfélagi hans. Þrjátíu á verða liðin á næsta ári frá því pabbinn sigursæli hóf keppni í formúlunni; með Jordanliðinu í belgíska kappakstrinum í september 1991.

Schumacher mun aka Haasbílnum í fyrsta sinn í næstu viku, á fyrri föstudagsæfingu kappakstursins í  Abu Dhabi. Síðan taka við nýliðaæfingar í sömu braut tveimur dögum eftir kappaksturinn.

mbl.is