Verstappen stal senunnni

Algeng sjón í Sakhirbrautinni. Neistaflug frá botnplötu Williamsbíls nýliðans Jack …
Algeng sjón í Sakhirbrautinni. Neistaflug frá botnplötu Williamsbíls nýliðans Jack Aitken er hún strýkst niður í brautina. AFP

Max Verstappen á Red  Bull stal senunni frá Mercedesliðinu er hann setti besta brautartíma lokaæfingarinnar í Barein í þessu.

Verstappen vara 0,206 sekúndum fljótari með hringinn en Valtteri Bottas sem setti næst besta hring. Pierre Gasly hjá AlphaTauri átti þriðja besta hringinn.

George Russell ók allra manna hraðast á æfingum gærdagsins en tókst ekki eins vel upp í dag og hafnaði í sjöunda sæti, 0,6 sekúndum á eftir Verstappen.

Esteban Ocon varð fjórði á Renault rúmum 20 hundruðustu úr sekúndu á eftir landa sínum Gasly.

Í sætum fimm til tíu urðu - í þessari röð - Lando Norris á McLAren, Alex Albon á Red Bull,  George Russell á Mercedes, Sergio Perez og Lance Stroll á Racing Point og Carlos Sainz á McLaren. 

Max Verstappen á leið til toppsætisins á æfingu dagsins.
Max Verstappen á leið til toppsætisins á æfingu dagsins. AFP
Á yztu nöf er Esteban Ocon kominn í einni beygju …
Á yztu nöf er Esteban Ocon kominn í einni beygju brautarinnar í Barein í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert