Mercedes galt fyrir meiriháttar klúður

Sergio Perez fangar sigri í Sakhirbrautinni í kvöld. Er það …
Sergio Perez fangar sigri í Sakhirbrautinni í kvöld. Er það fyrsti sigur hans í formúlu-1. AFP

Ökumönnum Mercedes verður ekki kennt um að hafa glutrað niður öruggu forskoti og tvöfoldum mótssigri í Barein í kvöld. Eftir yfirburði á önnur lið örugga forystu fór margt úrskeiðis og missti Mercedes allt úr höndum sér og urðu í áttunda og níunda sæti.

Eftir að  hafa snúist eftir samstuð við Charles Leclerc á Ferrari í fyrstu beygju og hrapað niður í 18. sæti  vann Sergio Perez á Racing Point sig jafnt og þétt fram á við og vann á endanum dramatískan sigur, sem hann á að þakka Mercedesklúðrinu. Vann hann sinn fyrsta sigur í formúlunni og það í næstsíðasta móti keppnisferilsins.

Grátleg var niðurstaðan fyrir lánsmanninn George Russell hjá Mercedes sem tók forystu strax í ræsingunni af liðsfélaga sínum Valtteri Bottas og hélt sig í öruggri fjarlægð á undan honum. Allt þar til að seinni dekkjaskiptum kom en þá fóru verkin forgörðum við bílskúra liðsins. Í stoppinu hrundu vélarstillingar hjá Russel sem kvaðst aflvana og varð hann að verja nokkrum dýrmætum sekúndum í að endurstilla þær.

Mercedes kallaði báða ökumenn inn til dekkjaskipta þegar um 20 hringir voru eftir. Stoppið virtist takast vel fyrir Russell en á bíl Bottast pössuðu ekki dekkin sem tekin voru frá fyrir hann og tóku skiptin tíu sinnum lengri tíma en eðlilegt er. Ók Bottas aftur út í brautina á sömu dekkjum og voru undir þegar hann var kallaður inn. Russell var kallaður beint inn aftur þar sem hann hafði fengið röng dekk undir bíl sinn. Fyrir þetta klúður má segja að Mercedes verðskuldi rautt spjald og vafalaust var mikið um fundarhöld í bílskúr liðsins í kvöld.

Með þessu missti Russell af tækifærinu til að skora sín fyrstu stig í formúlu-1 og varð af jómfrúarsigri sem blasti við rúma tvo þriðju kappakstursins. 

Eins dauði er annars brauð og það á vel við um næstu menn, Perez, Esteban Ocon á Renault  og Lance Stroll, liðsfélaga Perez hjá Racing Poiint. Þáðu þeir með þökkum toppsætin sem þeim voru skyndilega færð á silfurdiski.

Í fjórða sæti varð Carlos Sainz á McLaren, fimmti Daniel Ricciardo á Renault, sjötti Alexander Albon á Red Bull, sjöundi Daniil Kvyat á AlphaTaure, áttundi Bottas og níundi Russel og tíunda sætið krækti Lando Norris á  McLaren í. 

Dómarar og  eftirlitsmenn kappakstursins ákváðu að taka dekkjaklúðrið til skoðunar og liggur ekki enn fyrir hvort þeir aðhafast eitthvað vegna þess.

Liðsmenn Sergio Perez taka vel á móti honum í móstlok …
Liðsmenn Sergio Perez taka vel á móti honum í móstlok í Barein í kvöld. AFP
Franski ökumaðurinn Esteban Ocon á Renault fagnar sínu fyrsta pallsæti …
Franski ökumaðurinn Esteban Ocon á Renault fagnar sínu fyrsta pallsæti en hann varð annar í mark í Sakhir-brautinni. AFP
Esteban Ocon hjá Renault fagnar öðru sætinu í dag.
Esteban Ocon hjá Renault fagnar öðru sætinu í dag. AFP
Esteban Ocon (t.v.) fagnar í mótslok í Barein með Lance …
Esteban Ocon (t.v.) fagnar í mótslok í Barein með Lance Stroll á Racing Point sem varð þriðji. AFP
Esteban Ocon (t.v.) óskar Sergio Perez til hamingju með sigurinn …
Esteban Ocon (t.v.) óskar Sergio Perez til hamingju með sigurinn í Barein í kvöld. AFP
Sergio Perez fagnar sigrinum í Barein í kvöld.
Sergio Perez fagnar sigrinum í Barein í kvöld. AFP
Sergio Perez fagnar í mótslok í Barein.
Sergio Perez fagnar í mótslok í Barein. AFP
Esteban Ocon á leið til annars sætis í Sakhirbrautinni.
Esteban Ocon á leið til annars sætis í Sakhirbrautinni. AFP
Sergio Perez á ferð í kappakstri dagsins í Barein.
Sergio Perez á ferð í kappakstri dagsins í Barein. AFP
mbl.is