Bottas á toppnum

Valtteri Bottas á seinni æfingu dagsins í Abu Dhabi.
Valtteri Bottas á seinni æfingu dagsins í Abu Dhabi. AFP

Valtteri Bottas á Mercedes ók hraðast á seinni æfingu dagsins í Abu Dhabi og drottnun Mercedes heldur áfram því Lewis Hamilton ók næst hraðast. Þriðja besta tímann átti svo Max Verstappen á Red Bull.

Í sætum fjögur til tíu urðu: Alex Albom á Red Bull, Lando Norris á McLaren, Esteban Ocon á Renault, Sergei Perez á Racing Point, Charles Leclerc á Ferrari, Daniel Ricciardo á Renault og Lane Stroll á Racing Point, sem er rúmlega sekúndu lengur með hringinn en Bottas.

.

mbl.is