Verstappen bestur á lokaæfingunni

Max Verstappen á æfingunni í dag.
Max Verstappen á æfingunni í dag. AFP

Max Verstappen á Red Bull var með besta tímann á síðustu æfingu ársins fyrir Abu Dhabi-kappaksturinn í Formúlu 1 í dag. Samherji hans á Red Bull, Alex Albon, var hálfri sekúndu á eftir honum í öðru sæti.

Athygli vakti að ökumenn Mercedes, þeir Lewis Hamilton og Valtteri Bottas, urðu aðeins í 6. og 9. sæti á æfingu dagsins.

Tímataka fyrir kappakstur helgarinnar, sem er sá síðasti á tímabilinu, hefst í dag klukkan 13.

mbl.is