Verstappen vann ráspólinn

Max Verstappen í Abu Dhabi í dag.
Max Verstappen í Abu Dhabi í dag. AFP

Max Verstappen hjá Red Bull vann ráspól kappakstursins í Abu Dhabi í hörkujöfnum slag. Annar varð Valtteri Bottas á Mercedes 25 þúsundustu úr sekúndu á eftir og þriðji liðsfélagi hans, Lewis Hamilton,  86 þúsundustu á eftir.

Í sætum fjögur til tíu á rásmarki morgundagsins verða Lando Norris á McLaren, Alex Albon á Red Bull, Carlos Sainz á McLaren, Daniil Kvyat á Racing Point, Lance Stroll á Racing Point, Pierre Gasly á ALphaTauri og Esteban Ocon á Renault.

mbl.is