Fyrsta stúlkan í Ferrari-skólann

Charles Leclerc er einn þeirra sem keppir fyrir Ferrari í …
Charles Leclerc er einn þeirra sem keppir fyrir Ferrari í formúlu-1. AFP

Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari tilkynnti í gær að táningurinn Maya Weug væri komin til liðs við akademíu framleiðandans en hún er fyrsta stúlkan sem kemst að í ökuskólanum fræga.

Weug er 16 ára hollenskur ökuþór sem hefur vakið athygli í ungmennakeppnum undanfarið og mun hún nú keppa fyrir hönd Ferrari í formúlu-4 á næsta tímabili. Akademía Ferrari hefur skilað fjórum ökumönnum alla leið í formúlu-1 og er einn þeirra Mick Schumacher, sonur Michaels, heimsmeistarans sjöfalda.

Einungis fimm konur hafa freistað þátttöku í formúlu-1 og aðeins tvær þeirra komust í gegnum tímatökur og fengu að keppa. Maria Teresa de Filippis náði 10. sæti í belgíska kappakstrinum árið 1958 og Lella Lombardi frá Ítalíu keppti 12 sinnum á árunum 1974-76.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert