Ferrari hefur lært lexíu

Ökumenn Ferrari 2021 (f.v.) Carlos Sainz og Charles Leclerc.
Ökumenn Ferrari 2021 (f.v.) Carlos Sainz og Charles Leclerc.

Ferrariliðið í formúlu-1 hefur dregið lærdóm af verstu keppnistíð liðsins í 40 ár að því er forseti liðsins, John Elkann, sagði við afhjúpun keppnisbíla Ferrari fyrir 2021-tíðina í dag, SF21-bílinn.

Athöfnin fór fram í bílsmiðju Ferrari í Maranello á Ítalíu. Elkann sagði 2020-keppnistíðina að baki en hún væri ekki gleymd heldur yrði sem nokkurs konar áhrínisefni til hvatningar um að gera margfalt betur í ár.

Hafnaði Ferrari í sjötta sæti í keppninni um heimsmeistaratitil liðanna og heilum 442 stigum á eftir Mercedes-liðinu. Keppnisstjórinn Laurent Mekies tók  undir með Elkann og sagði 2021-tíðina snúast um lærdómana sem liðið dró „af hræðilega erfiðri keppnistíð 2020.“

Mekies minnti þó á að tækni- og hönnunarreglur bílanna hefðu verið meira og minna óbreyttar frá í fyrra og þar við bættust nýjar fjárhagsreglur sem bundið hafa hendur liðanna að miklu leyti.

Charles Lelerc verður áfram hjá liðinu en nú er Carlos Sainz yngri kominn til starfa þar eftir keppni með Renault og Honda.

Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Ökumenn og liðsstjórinn við keppnisbíl Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Ökumenn og liðsstjórinn við keppnisbíl Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
Keppnisbíll Ferrari á formúlutíðinni 2021.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert