Verstappen tók toppsætið

Max Verstappen (t.v.) og Sergio Perez, liðsfélagar hjá Red Bull, …
Max Verstappen (t.v.) og Sergio Perez, liðsfélagar hjá Red Bull, spjalla saman á leið til æfingarinnar í Barein. AFP

Max Verstappen lauk þriðja og síðasta degi þróunaraksturs formúluliðanna með því að setja hraðasta hring dagsins. Næstur varð Yuki Tsunoda nýliði Alpha Tauri 93 þúsundustu úr sekúndu á eftir og þriðji Carlos Sainz á Ferrari, 0,7 sekúndum á eftir.

Alls tóku 18 ökumenn þátt og skiptust flestir að aka eina bílnum sem hvert lið fékk að tefla fram. Í fjórða sæti varð Kimi Räikkönen á Alfa Romeo. Skiptust þeir Verstappen og Tsunoda á að sitja í efsta sæti listans yfir hröðustu hringi.

Lítið fór fyrir ökumönnum Mercedes en Lewis Hamilton setti þó fimmta besta tímann undir lokin en Valtteri Bottast varðð 16. heilum 3,6 sekúndum frá tíma Verstappen. 

Sebastian Vettel og Lance Stroll hjá Aston Martin sátu í botnsætunum tveimur þegar upp var staðið. Vettel var 6,1 sekúndu frá topptíma dagsins og Lance Stroll íi 18. sæti 7,1 sekúndu frá fyrsta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert