Segja bíl Red Bull fljótari en Mercedes

Valtteri Bottas við langakstur á lokadeginum í Barein.
Valtteri Bottas við langakstur á lokadeginum í Barein. AFP

Mercedesliðið segir gögn frá þróunarakstrinum í Barein í vikunni sem leiði sýni að keppnisbíll Red Bull sé hraðskreiðari á heilli keppnislengd en silfurör Mercedes. Liðsmenn segjast nú þurfa leggja sinn enn harðar fram en áður til að draga breska liðið uppi.

Fyrstu tvo dagana af þremur elti ólánið Mercedes; liðið glímdi við jafnvægisskort í bílnum, óstöðugan afturenda  

Þótt  liðið hafi svo átt gallalausan lokadag ók það samt minnst liðanna allra, eða 1645 km. Til samanburðar óku bílar Alpha Tauri og Alfa Romeo sína  2284 km hvor og bíll Red Bull 1997 km. Átti Lewis Hamilton aðeins fimmta besta tímann þegar upp var staðið í vikulokin og var meira en sekúndu á eftir besta tíma Max Verstappen.

Af hálfu Red Bull er reynt að gera lítið úr niðurstöðu akstursins í Barein en keppnisverkfræðingurinn Andrew Shovlin hjá Mercedes segir gögn staðfesta að Mercedes standi Red Bull að baki varðandi keppnishraða. „Okkur tókst að hluta til að vinna okkur út úr jafnvægisvandanum með bílinn fullan af bensíni en hann varð mun fyrirsjáanlegri í hegðun og svörum við aðgerðum ökumannanna. En við sjáum líka að við erum ekki eins fljótir álangakstri,“ sagði Shovlin.

Hann bætti við að léttur væri bíllinn allt annar og óviðráðanlegri. „Okkur tókst ekki að bæta þá stöðu nógu vel og verðum  að kryfja þetta mál því alltof margir bílar voru fljótari á lokadeginum.“

Á síðasta deginum prófaði Valtteri Bottast bílútfærslur í langakstri og Hamilton skiptist á langaksturslotum og því að líkja eftir tímatökum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert