Verstappen varð ekki ógnað

Max Verstappen fagnar sigrinum í Imola.
Max Verstappen fagnar sigrinum í Imola. AFP

Max Verstappen á Red Bull var í þessu að vinna kappaksturinn í iformúlu-1 í  Imola. Grunninn að því lagði hann með góðum spretti á fyrsta hálfa kílómetranum er hann vann sig fram úr Lewis Hamlton á Mercedes og liðsfélaga sínum Sergio Perez.

Fyrri hluti keppninnar fór fram á blautum brautum og sá þáttur var hans afar sviptingarsamur; fjölmörg einvígi áttu sér stað þótt fæst bæru árangur og ökumenn flugu út ú brautinni með of grimmri sókn. Í svo hörðum leik hlaut að koma að því að bílar snertust.

Geta margir þeirra þakkað því að keppnin var stöðvuð eftir árekstra og bílbrak á brautinni. Meðal þeirra var Lewis Hamilton sem hóf keppni fremstur en fann sig í níunda sæti í stoppinu eftr að hafa flogið út úr brautinni með klaufalegri framúrsaksturstilraun og skollið á vegg. Gat hann bakkað bílnum frá veggnum og komist heim að bílskúr þar sem nægur tími gafst til viðgerða meðan brautin var gerð ökufær aftur.

Lando Norris hjá McLaren átti góðan dag þótt hann yrði að sætta sig við að Hamilton tæki fram úr þegar þrír hringir voru eftir. Varð Norris þriðji sem er hans besti árangur í formúlu-1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert