Bottas naumlega á ráspól

Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Portimao brautinni í Algarve í …
Valtteri Bottas fagnar ráspólnum í Portimao brautinni í Algarve í Portúgal. AFP

Eftir sviptingasamar þrjár æfingar og svo tímatökuna stóð finnski ökumaðurnn Valtter Bottas hjá Mercedes uppi sem sigurvegari. Hefur hann kappakstur morgundagsins í Portemao af fremsta rásstað og við hlið hans liðsfélaginn Lewis Hamilton.

Aðeins munaði sjö þúsundustu úr sekúndu á þeim Bottas og Hamilton. Þriðji varð Max Verstappen á Red Bull og 0,4 sekúndum á eftir en hann klúðraði sinni hröðustu tilraun með því að fara of langt út úr beygju. Tíminn sem dugað hefði til fyrsta sætis var því strikaður út.

Í sætum þrjú til tíu - í þessari röð - urðu Sergio Perez á Red Bull,  Carlos Sainz á Ferrari, Esteban Ocon á Alpine, Lando Norris á McLaren, Charles Leclerc á Ferrar, Pierre Gasly á AlpaTauri og Sebatian Vettel á Aston Martin. 

mbl.is