Mercedes vann á herfræðinni

Max Verstappen er hér á undan Lewis Hamilton í rimmu …
Max Verstappen er hér á undan Lewis Hamilton í rimmu þeirra í Barcelona. AFP

Spánarkappaksturinn í  Barcelona sem lauk rétt í þessu var herfræðiveisla í einvígi Red Bull og Mercedes um sigurinn. Á endanum lyfti Lewis Hamilton sigurlaunum verðskuldað.

Hamilton tapaði strax ávinningi þess að vera á ráspól því Max Verstappen á Red Bull var fljótari inn að fyrstu beygju og tók því með þökkum. Allt hvað Mercedes reyndi til að komast í skotfæri við Verstappen eftir það virtist ekki ætla bera árangur.

Þegar þriðjungur vegalengdarinnar var eftir eða 22 hringir af 66 tóku Mercedesmenn til þess bragðs að undirskjóta Verstappen með óvæntum dekkjaskiptu. Stjórnborð Red Bull hikaði - sem er ávísun á tap - og hugðist reyna koma sínum manni alla leið á notuðum dekkjum. Skrapp hann því ekki inn að bílskúr til dekkjaskipta og það sýndi sig fljótlega að vera hrapalleg mistök. Hamilton sótti sem griðungur og bilið milli þeirra Verstappen minnkaði mun hraðar en Mercedesmenn gerðu sér vonir um.

 Þegar sjö hringir vorur eftir var leiknum lokið er Hamilton flaug fram úr Verstappen. Þriðji í mark varð svo Valtteri Bottas liðsfélagi Hamiltons hjá Mercedes. Með sigrinum, þeim 97. á ferlinum í Formúlu-1  eykur Hamilton forskot sitt í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökumanna.  

Lewis Hamilton fagnar sigrinum í BArcelona.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í BArcelona. AFP
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Barcelona.
Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Barcelona. AFP
mbl.is