Furðulegur formúlukappakstur

Liðsmenn Red Bull fagna Sergio Perez á endamarkinu í Bakú.
Liðsmenn Red Bull fagna Sergio Perez á endamarkinu í Bakú. AFP

Sergio Perez á Red Bull var í þessu að vinna kappaksturinn í Bakú en hann hafði forystu aðeins síðustu tvo hringina. Annar varð Sebastian Vettel á Aston Martin og þriðji Pierre Gasly á AlphaTauri.

Öðru sinni eftir að keppnin hafði verið stöðvuð vegna óhappa - hjólbarðar hvellsprungu hjá Lance Stroll á Aston Martin og Max Verstappen á Red Bull - voru aðeins eftir tveir hringir og stillti Perez sér upp fremstur. Við hlið hans Lewis Hamilton á Mercedes sem galt stífa sókn á köldum dekkjum dýru verði; náði henni ekki og rann út úr beygjunni og varð einkar aftarlega.

Þar með lágu toppmennirnir stigalausir i valnum  í titilslagnum og aðrir fengu að njóta sín. Ekki síst Perez sem verið hafði öflugur frá ræsingunni og vann sinn fyrsta sigur hjá Red Bull.

Vettel keppti á öðruvísi  herfræði en flestir og færðist jafnt og þétt upp úrslitatöfluna er keppinautarnir sóttu sér ný dekk. Það gerði Vettel aldrei og var orðinn fjórði áður en Verstappen og Hamilton féllu úr leik.  Munu þetta vera fyrsta pallsæti liðsins í formúlunni.

Hermt var að dekkin hafi ekki bara sprungið eins hjá Stroll og Verstappen heldur áttu þær og sér stað á sama stað á sex kílómetra löngum hringnum. Spurning hvort þeir hafi reynt um of á þau en Verstappen setti t.d. hvern hraðasta hringinn á fætur öðrum rétt fyrir óhappið.

Pierre Gasly tókst að verjast hörðum atlögum Charles Leclerc á Ferrari á lokahringjunum og hreppti þriðja sætið. Leclerc hóf keppni af ráspól en mátti ekki við þeim Verstappen og Hamilton á ofurlöngum brautarköflum í Bakú.

Í sætum fjögur til tíu - í þessari röð - urðu Leclerc, Lando Norris á McLaren, Fernando Alonso á Alpine, Yukki Tsunota á AlphaTauri, Carlos Sainz á Ferrari, Daniel Ricciardo á McLaren og Kimi Räikkönen á Alfa Romeo.

Fyrstu þrír á pallinum í Bakúl. Sergio Perez er annar …
Fyrstu þrír á pallinum í Bakúl. Sergio Perez er annar frá hægri, Sebastian Vettel lengst til vistri og Pierre Gasly l.t.h. AFP
Sergio Perez fagnar sigrinum í Bakú.
Sergio Perez fagnar sigrinum í Bakú. AFP
Sergio Perez fagnar sigrinum í Bakú.
Sergio Perez fagnar sigrinum í Bakú. AFP
Sergio Perez fagnar sigrinum í Bakú.
Sergio Perez fagnar sigrinum í Bakú. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert