Uppræta vafasamt framferði

Max Verstappen skellur á öryggisveggnum í Bakú eftir að dekkin …
Max Verstappen skellur á öryggisveggnum í Bakú eftir að dekkin splundruðust á löngum og beinum brautarkafla. AFP

Formúluliðin þurfa nú að horfast í augu við nýjar og strangar takmarkanir á mælingu loftþrýstings og lofthita í dekkjum bíla sinna. Ástæðan er að koma í veg fyrir að dekk splundrist í keppni eins og átti sér tvisvar í Bakú í Azerbajan.

Alþjóða akstursíþróttasambandsið (FIA)  leggur jafnframt að liðunum að
leika sama leik og Lewis Hamilton sakaði Red Bull um að hafa beitt í Bakú til að hafa áhrif á þrýsting og hita í dekkjanna.

Nýju fyrirmælin eru upp á 12 vélritaðar blaðsíður og þar eru boðaðar nýjar  aðferðir og leiðir til að fylgjast með ástandi dekkjanna. Þar er lagt bann við ýmiss konar  hátterni liðanna við að hita dekkin.  Er ábyrgðin á bjagaðri mælingu lögð á herðar liðanna en brot á reglunum varða refsingu. Meðal annars verður strangt tekið á þeim sem staðnir verða að því að vera með of lítinn þrýsting í dekkjum.

Meðal annars verður bannað að taka hitateppi af dekkjunum fyrr en bíllinn yfirgefur bílskúrinn. Að sleppa honum ekki strax af stað verður litið á það sem tilraun til að kæla dekkin, sem getur t.d. haft mikil áhrif á afköst dekkjanna í ræsingu og fært liði þannig  forskot í upphafi.
Hamilton sakaði Red Bull um að hafa loks ekið af stað þegar bíllinn hafði  beðið dekkjateppalaus í bílskúrnum. Liðið hafi verið hið eina sem fengið hafi að brúka þessa brellu í Bakú.

Fulltrúar Red Bull halda því fram að þeir hafi verið innan allra viðmiða sem dekkjaframleiðandinn Pirelli gæfi út og liðið því á engan hátt ólögleg.

Ófögur sjón í Bakú. Bíll Max Verstappen fjarlægður úr brautinni.
Ófögur sjón í Bakú. Bíll Max Verstappen fjarlægður úr brautinni. AFP
mbl.is