Ocon hjá Alpine út 2024

Esteban Ocon ökumaður Alpine.
Esteban Ocon ökumaður Alpine. AFP

Franska formúluliðið Alpine tilkynnti í dag, að það hefði framlengt samning við ökumanninn Esteban Ocon út keppnistíðina 2024.

Ocon keppir nú  um helgina á heimavelli Alpine í Le Castellet í Frakklandi. Hann kom til liðsins í fyrra en þá bar það nafn Renault. Ársfjarvera úr formúlunni virtist koma honum í koll því liðsfélagi hans Daniel Ricciardo stóð sig mun betur og var framar að stigum.

Engu að síður náði Ocon besta árangri Alpine með öðru sæti í kappakstrinum í Sakhir.


mbl.is