Þriðja klessan í sjö tímatökum

Yuko Tsunoda á blaðamannafundi í Paul-Ricard brautinni.
Yuko Tsunoda á blaðamannafundi í Paul-Ricard brautinni. AFP

Japanski ökumaðurinn Yuki Tsunoda hafði ástæðu til að biðja liðsmenn sína afsökunar eftir að hafa skollið á öryggisvegg á fyrstu mínútum tímatökunnar.

Tsunoda fór full hratt á upphitunarhring með þeim afleiðingum að veggripið brást honum og hann skautaði út úr brautinni.

Lán var fyrir hann að hrapinn var ekki mjög mikill er veggurinn fangaði hann en eftir sem áður tjónaði hann bílinn.

Gárungarnir gætu uppnefnt hinn smáa en knáa ökumann „veggjalúsin“ því þetta var í þriðja sinn af sjö mótum sem tímatöku lýkur af hans hálfu á öryggisvegg. Fyrri skiptin voru í Azerbajsan og Imola.

Það fyrsta sem hann gerði er hann kom heim í bílskúr AlphaTauri var að biðja hvern og einn liðsmann þar afsökunar.

mbl.is