Greindist með veiruna og keppir ekki um helgina

Kimi Raikkonen verður ekki með í Hollandi um helgina.
Kimi Raikkonen verður ekki með í Hollandi um helgina. AFP

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og mun því ekki aka fyrir lið sitt Alfa Romeo í hollenska kappakstrinum í Formúlu-1 um þessa helgi.

Raikkonen er einkennalaus og fór tafarlaust í einangrun. Hann er sjöundi ökumaðurinn í Formúlu-1 sem greinist smitaður af kórónuveirunni frá því að heimsfaraldurinn fór af stað.

Varaökumaðurinn Robert Kubica mun aka í stað Raikkonen í hollenska kappakstrinum á Zandvoort-brautinni í Norður-Hollandi.

Raikkonen hefur tilkynnt að þetta tímabil í Formúlunni verði hans síðasta á ferlinum, en hann er 41 árs gamall.

mbl.is