Verstappen og Hamilton skullu saman

Max Verstappen og Lewis Hamilton lentu í árekstri.
Max Verstappen og Lewis Hamilton lentu í árekstri. AFP

Ljótur árekstur á milli Lewis Hamilton hjá Mercedes og Max Verstappen hjá Red Bull varð til þess að þeir þurftu báðir að hætta keppni í ítalska kappakstrinum í Formúlu-1 í dag. Áreksturinn greiddi leiðina fyrir Daniel Ricciardo hjá McLaren sem kom fyrstur í mark.

Bíll Verstappen skaust upp þegar hann var við hliðina á bíl Hamiltons er þeir börðust sín á milli. Bakhlið bíls Verstappen lenti þá á bíl Hamiltons og skutust þeir út af brautinni, strandaðir á mölinni við hlið brautarinnar.

Ricciardo kom sem áður segir fyrstur í mark og er það í fyrsta sinn í næstum því áratug sem McLaren tekst að vinna kappakstur í Formúlu-1.

Liðsfélagi hans, Lando Norris, lenti þá í öðru sæti eftir frábæran endasprett.

mbl.is