Gasly bestur á æfingu

Pierre Gasly.
Pierre Gasly. AFP

Frakkinn Pierre Gasly náði besta tímanum á æfingu fyrir Formúlu 1 kappaksturinn í Tyrklandi sem fer fram á morgun. Mikil rigning var á meðan æfingunni stóð sem gerði mörgum erfitt fyrir.

Max Verstappen átti næst besta tímann og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Pérez kom þar á eftir.

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton var rólegur og tók bara einn löglegan hring. Hann mun byrja 10 sætum aftar á morgun en tímatakan segir til um þar sem að Mercedes menn voru að skipta um vél í bílnum hans.

Tímatakan fyrir kappaksturinn hefst í hádeginu en þá mun koma í ljós hver verður á ráspól á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert