Nálgast fyrsta heimsmeistaratitilinn

Max Verstapen stóð uppi sem sigurvegari og Lewis Hamilton varð …
Max Verstapen stóð uppi sem sigurvegari og Lewis Hamilton varð annar. AFP

Hollendingurinn Max Verstappen fagnaði sigri á Autódromo Hermanos Rodríguez-kappakstursbrautinni í Mexíkó-borg í formúlu eitt í gær en Verstappen keyrir fyrir Red Bull. Ríkjandi heimsmeistarinn Lewis Hamilton varð annar.

Þetta var níundi sigur Verstappen í formúlu eitt á tímabilinu en hann er með 19 stig forskot á Hamilton í baráttunni um heimsmeistaratitilinn þegar fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu.

Verstappen hafnaði í þriðja sæti á síðasta tímabili en Hamilton hefur orðið heimsmeistari undanfarin fjögur tímabil.

Alls hefur Hamilton staðið uppi sem heimsmeistari í sjögang en hann hefur sett stefnuna á að verða sá fyrsti í sögu formúlu eitt til þess að vinna átta heimsmeistaratitla.

mbl.is