Dani í stað Rússans

Kevin Magnussen er kominn aftur í Formúlu 1.
Kevin Magnussen er kominn aftur í Formúlu 1. AFP

Bandaríska Formúlu 1-liðið Haas hefur tilkynnt að Daninn Kevin Magnussen hafi samið við liðið að nýju og muni aka fyrir það á komandi tímabili.

Um helgina rak Haas rússneska ökuþórinn Nikita Mazepin eftir innrás Rússlands í Úkraínu. Dmi­try Mazep­in, faðir Nikita, er eig­andi einn­ar stærstu efna­verk­smiðju Rúss­lands og er vin­ur Vla­dimírs Pútíns, Rúss­lands­for­seta.

Hinn 29 ára gamli Magnussen snýr nú aftur í Formúluna eftir að hafa ekið fyrir Haas á árunum 2017 til 2020 og þar áður fyrir Renault og McLaren á árunum 2014 til 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert