Schumacher á batavegi

Mick Schumacher er á batavegi eftir harkalegt slys um helgina …
Mick Schumacher er á batavegi eftir harkalegt slys um helgina í Sádi-Arabíu. AFP/Andrej Isakovic

Þýski ökuþórinn Mick Schumacher er á batavegi eftir harkalegan árekstur sem hann lenti í í tímatökunni fyrir Sádi-Arabíu kappaksturinn í Formúlu 1 á laugardaginn.

Schumacher, sem er 23 ára gamall og sonur Michaels Schumachers, var fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi sjúkrahús.

Hann missti stjórn á Haas-bíl sínum í brautinni á 270 kílómetra hraða og lenti á öryggisvegg en hann var með meðvitund eftir slysið og gat því tjáð sig við lækna á svæðinu.

„Ég viil nota tækifærið og láta fólk vita að það er lagi með mig,“ sagði Þjóðverjinn í færslu sem hann birti á Instagram.

„Takk fyrir öll skilaboðin, bíllinn var geggjaður og ég hlakka til að koma sterkari til baka,“ bætti Schumacher við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert