Verður áfram ökumaður Ferrari

Carlos Sainz.
Carlos Sainz. AFP/Simon Baker

Spánverjinn Carlos Sainz hefur skrifað undir nýjan samning við Formúlu 1 lið Ferrari. Samningur hans við liðið átti að renna út eftir þetta tímabil en nú er ljóst að hann verður ökumaður liðsins út árið 2025, hið minnsta.

Sainz og liðsfélagi hans, Charles Leclerc hafa byrjað tímabilið af miklum krafti eftir vonbrigði Ferrari-manna síðstu ár. Leclerc er efstur í keppni ökumanna og Sainz er í þriðja sæti.

„Ég er þakklátur fyrir traustið semmér er sýnt með þessum samningi. Ég hef alltaf sagt það að þú getur ekki verið á betri stað í Formúlu 1 en hjá Ferrari og eftir ár hjá liðinu get ég sagt að það er ekki til betri tilfinning en að klæða sig í búninginn og keyra rauða bílinn,“ sagði Sainz.

Ferrari hefur ekki unnið heimsmeistaratitilinn síðan árið 2007 en nú virðist þetta fornfræga lið vera til alls líklegt.

mbl.is