Mónakóinn á ráspól á Spáni – meistarinn í basli

Charles Leclerc verður á ráspól á morgun.
Charles Leclerc verður á ráspól á morgun. AFP/Lluis Gene

Mónakóinn Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól í Spánarkappakstrinum í Formúlu 1 á morgun eftir að hafa borið sigur úr býtum í tímatökunni í dag. Leclerc fær því gott tækifæri til að bæta í forskot sitt á toppnum í keppni ökuþóra. 

Leclerc tryggði sér ráspólinn með glæsilegum síðasta hring. Ríkjandi meistarinn Max Verstappen, sem var í efsta sæti þar til Leclerc fór upp fyrir hann, tókst ekki að svara því Red Bull-bíll hans bilaði í síðasta hring.

Verstappen náði samt sem áður öðru sæti. Carlos Sainz á Ferrari var þriðji og George Russell á Mercedes í fjórða sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert