Heimsmeistarinn Max Verstappen á Red Bull fagnaði sigri í Spánarkappakstrinum, sjötta kappakstri tímabilsins, í Formúlu 1 í dag.
Charles Leclerc á Ferrari hóf keppnina á ráspól en bíll hans bilaði á 27. hring þegar hann var með fínt forskot og féll hann því úr leik. Verstappen tókst fyrir vikið að fara upp í toppsætið eftir erfiða byrjun.
Serio Pérez á Red Bull varð annar, George Russell á Mercedes þriðji, Carlos Sainz á Ferrari fjórði og Lewis Hamilton á Mercedes varð fimmti.
Með sigrinum fór Verstappen upp fyrir Leclerc í stigakeppni ökuþóra. Verstappen er nú með 110 stig og Leclerc 104. Sergio Pérez er þriðji með 85 stig og George Russell í fjórða með 74 stig.