Hamilton gagnrýnir áhorfendur

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Lewis Hamilton.
Tímabilið hefur verið erfitt hjá Lewis Hamilton. AFP/Clive Rose

Lew­is Hamilt­on, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hefur gagnrýnt áhorfendur keppninnar fyrir að fagna er bíll hans lenti í árekstri á austuríska kappakstrinum á föstudag.

Max Verstappen í liði Red Bull hlýtur mikinn stuðning frá áhorfendunum á Red Bull Hringnum í Austurríki og hluti þeirra fagnaði er Hamilton rakst utan í grindverkið á Q3. Hamilton slapp ómeiddur frá slysinu og færði sig upp um eitt sæti er hann kom áttundi í mark á laugardaginn. Hann var þó ekki á eitt sáttur með atfhæfi áhorfenda.

„Mér finnst þetta ekki í lagi. Ökumaður hefði getað lent á spítala og fólk stendur og fagnar?“ sagði Englendingurinn. 

Mikill rígur er á milli Hamilton og Verstappen sem naut einnig mikils stuðnings á Red Bull Hringnum í Spielberg á síðustu leiktíð en Hamilton segir enga afsökun fyrir því að fagna árekstri.

„Það er með ólíkindum að fólk geri þetta, vitandi hversu hættuleg íþróttin er,“ hélt hann áfram. „Ég er þakklátur fyrir að hafa ekki slasast alvarlega og endað á spítala. Maður á aldrei að gleðjast yfir óförum annarra, sérstaklega ekki meiðslum eða áreksti.“

Baulað var á Verstappen í Silverstone, heimavelli Hamilton á breska kappakstrinum, um síðustu helgi – þó ekki eftir árekstur. „Þetta á ekki að líðast í Silverstone, og heldur ekki hér,“ bætti Hamilton við.

Max Verstappen í liði Red Bull leiðir í Austurríki. Charles Leclerc og Carlos Sainz í liði Ferrari eru í öðru og þriðja sæti og George Russell, samherji Hamilton hjá Mercedes er í fjórða sætinu. Sergio Perez, annar ökumaður Red Bull, er í fimmta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert