Mónakóinn á ráspol í Frakklandi

Charles Leclerc.
Charles Leclerc. AFP/Giuseppe Cacace

Tíma­tak­an fyr­ir Formúlu 1 kapp­akst­ur­inn í Frakklandi fór fram í dag. Mónakó­inn í Ferr­ari bíln­um, Char­les Leclerc, náði besta tím­an­um og verður á rá­spól þegar keppn­in hefst á morgun.

Leclerc varð sig­ur­veg­ari í aust­ur­ríska kapp­akstr­in­um í Formúlu 1 þann 10. júlí síðastliðinn.

Heims­meist­ar­inn Max Verstapp­en ræs­ir ann­ar og liðsfé­lagi hans hjá Red Bull, Sergio Peréz þriðji. 

Verstapp­en leiðir enn á tímabilinu með 38 stiga for­skot yfir heild­ina en Leclerc er næst­ur á eft­ir hon­um eft­ir að Sergio Perez neydd­ist til að draga sig úr leik fyr­ir Red Bull liðið eft­ir árekst­ur við Geor­ge Rus­sell á fyrsta hring í Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert