Bretinn ræsir óvænt fremstur

George Russell ræðir við fjölmiðla eftir sigurinn í gær.
George Russell ræðir við fjölmiðla eftir sigurinn í gær. AFP/Ferenc Isza

Breski ökuþórinn George Russell á Mercedes gerði sér lítið fyrir og vann tímatökuna fyrir Ungverjalandskappaksturinn í Formúlu 1 í gær. Hann ræs því fremstur þegar keppnin fer af stað í dag.

Red Bull, sem hefur verið í sérflokki í ár, átti sína verstu tímatöku til þessa því Sergio Pérez komst ekki í þriðju umferð og bíll heimsmeistarans Max Verstappen bilaði og ræsir hann því úr tíunda sæti.

Ferrari-félagarnir Carlos Sainz og Charles Leclerc ræsa í öðru og þriðja sæti og Lando Norres á McLaren í fjórða. Þar á eftir koma Esteban Ocon og Fernando Alonso á Alpine.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert