Endurkomusigur heimsmeistarans

Max Verstappen er í ansi þægilegri stöðu.
Max Verstappen er í ansi þægilegri stöðu. AFP

Hollendingurinn Max Verstappen, ökuþór Red Bull, vann endurkomusigur í ungverska Formúlu-1 kappakstrinum í dag. 

Verstappen sá tímatöku sína eyðilagða vegna vélarvanda í gær og hóf keppni sem 10. í röðinni. Hann hinsvegar kom til baka með örsnöggum hraða og snjallri stöðvunarstefnu Red Bull og vann kappaksturinn. 

Bretinn Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, var annar í mark en hann hóf keppni sjöundi í röðinni. Þetta er því önnur keppnin í röð sem Hamilton kemur annar í mark. 

Þriðji í mark var svo Bretinn George Russell, ökuþór Mercedes, en hann hóf keppni á ráspól. 

Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, náði forystunni á 31. hring og virtist vera tilbúinn til að snúa eftir hrunið í Frakklandi og vinna meistaratitilinn.

En þegar hann reyndi að bregðast við hraða Verstappen stöðvaði Ferrari hann. Leclerc hélt svo keppni áfram en endaði í sjötta sæti sem þýðir að Hollendingurinn er með 80 stiga forskot á leiðinni í sumarfrí í Formúlu-1 kappakstrinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert