Goðsögn út, goðsögn inn

Fernando Alonso er genginn til liðs við Aston Martin.
Fernando Alonso er genginn til liðs við Aston Martin. AFP

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso mun ganga til liðs við Aston Martin frá Alpine á næsta tímabili á langtímasamningi. 

Hann kemur til liðsins í staðinn fyrir Þjóðverjann Sebastian Vettel, fjórfaldan heimsmeistara, sem tilkynnti að hann mun hætta í lok núverandi tímabils. 

Alonso, sem er nýorðinn 41 árs gamall, er tvöfaldur heimsmeistari en hann vann árin 2005 og 2006. Hann mun keyra fyrir hönd Aston Martin ásamt Kanadamanninum Lance Stroll næstu árin. 

Aston Martin er eins og stendur í næstneðsta sæti Formúlu-1 kappakstursins. Liðið telur liðsaukin vera skýr yfirlýsing yfir því að það vilji byggja sigurlið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert