Frétti af skiptunum í fréttatilkynningu

Otmar Szafnauer.
Otmar Szafnauer. AFP

Rúmeninn Otmar Szafnauer, liðsstjóri Alpine-liðsins í Formúlu-1 komst aðeins að því að Fernando Alonso hafi skipt yfir í Aston Martin frá Alpine er hann las fréttatilkynninguna. 

Alonso, sem er tvöfaldur heimsmeistari, skrifaði í gær undir margra ára samning við Aston Martin og gengur til liðs við kappakstursliðið í lok tímabilsins er Sebastian Vettel hættir í Formúlunni. 

Szafnauer var viss um að hann gæti endursamið við Alonso í lok tímabilsins. Hann hafði talað við Alonso um að hann væri með öruggt sæti í liðinu á næstu leiktíð með möguleika á auka ári. 

Rúmeninn sagði við blaðamenn í Zoom myndbandsfundi:

„Auðvitað eru alls kyns sögusagnir í gangi og ég hafði heyrt um að Aston Martin hefði áhuga að fá Alonso, en þetta var fyrsta staðfestingin sem ég fékk. 

Þegar þú heyrir að þeir hafi áhuga, þá voru líklega umræður sem áttu sér stað. En þrátt fyrir umræðurnar var ég fullviss um að við værum nálægt því að endursemja við Alonso. 

Svo já, fyrsta staðfestingin sem ég fékk af skiptunum var fréttatilkynningin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert