Leiðir skilja hjá Ricciardo og McLaren

Daniel Ricciardo á blaðamannafundi fyrir kappaksturinn í Belgíu um helgina.
Daniel Ricciardo á blaðamannafundi fyrir kappaksturinn í Belgíu um helgina. AFP/John Thys

Aksturskappinn Daniel Ricciardo, sem hefur ekið fyrir McLaren í Formúlu-1 frá því á síðasta ári, mun ekki aka áfram fyrir liðið á næsta tímabili eftir að forsvarsmenn þess og Ricciardo komust að sameiginlegri niðurstöðu að rifta samningi hans ári áður en hann átti að renna út.

Undir lok árs 2020 skrifaði hinn ástralski Ricciardo undir þriggja ára samning við McLaren sem átti að ná yfir tímabilið 2023.

Ricciardo og McLaren tilkynntu hins vegar í gær að hann myndi ljúka þeim níu keppnum sem eftir eru af yfirstandandi tímabili í Formúlu-1.

Alls hefur Ricciardo unnið átta kappakstra í Formúlunni á ferli sínum. Þar á meðal vann hann í kappakstrinum í Monza á Ítalíu á síðasta tímabili, sem er jafnframt eini sigur McLaren undanfarinn áratug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert