Níundi sigur Verstappen á árinu

Max Verstappen er í ansi þægilegri stöðu.
Max Verstappen er í ansi þægilegri stöðu. AFP

Ökuþórinn Max Verstappen, heimsmeistari í Formúlu 1 og liðsmaður Red Bull, kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í dag eftir að hafa byrjað í fjórtánda sæti.

Þetta var afar góður dagur fyrir Red Bull liðið þar sem Sergio Perez tók annað sætið.

Carlos Sainz, liðsmaður Ferrari, tókst að komast á verðlaunapall eftir að hafa haft betur gegn George Russell, liðsmanni Mercedes, í baráttunni um þriðja sætið.

Fernando Alonso sem ekur fyrir Alpine endaði í fimmta sæti og Charles Leclerc kom sjötti í mark.

Lewis Hamilton datt þá snemma úr leik eftir árekstur við Alonso á fyrsta hring.

Yfirburðir Max Verstappen á tímabilinu er gríðarlegir en Hollendingurinn leiðir með 284 stig. Næstur á eftir honum er liðsfélagi hans hjá Red Bull með 191 stig, Sergio Perez. Leclerc er þriðji með 186 stig.

Max Verstappen fagnaði sigri á heimsmeistaramótinu í fyrra.
Max Verstappen fagnaði sigri á heimsmeistaramótinu í fyrra. AFP
mbl.is
Loka